Markmið
Markmið Kerfóðrunar í öryggismálum eru að engin fjarveruslys eigi sér stað og að starfsmenn sýni góða öryggisvitund og fylgi ávallt þeim reglum sem í gildi eru hverju sinni. Áhættugreiningar eru gerðar fyrir öll störf sem unnin eru af starfsmönnum kerfóðrunar.
Handbók
Í handbók Kerfóðrunar eru kynntar öryggis-, umgengni- og verklagsreglur og er öllum starfsmönnum skylt að kynna sér handbókina vel.
Fræðslustarf
Allir sem hefja störf hjá kerfóðrun þurfa að fara á 1 dags öryggisnámskeið og tekur síðan tveggja vikna starfskynning. Allir starfsmenn fyrirtækisins þurfa að vera með vinnuvéla-réttindi.
Viðbótarnámskeið
Þessu til viðbótar eru hin ýmsu námskeið um öryggis og heilbrigðismál, auk fræðslu um verk og gæðamál sem starfsmenn þurfa að sækja.
Umhverfismál
Kerfóðrun leggur ríka áherslu á umhverfis mál. Allur úrgangur er flokkaður og reynt er að koma í veg fyrir að spilliefni berist í grunnvatn eða jarðveg.
Heilbrigðismál
Samkvæmt kjarasamningi Kerfóðrunar við hlutaðeigandi verkalýðsfélög skal heilsugæsla starfsmanna fara fram á næstu heilsugæslustöð eins og lög gera ráð fyrir.
HRIF-heilsuefling ehf.
Kerfóðrun er hins vegar með þjónustusamning við HRIF-heilsuefling ehf, þar sem að starfsmenn geta farið í heilsufarsmælingar og bólsetningar þeim að kostnaðarlausu.
Jafnréttismál
Kerfóðrun leggur áherslu á jafnrétti á vinnustaðnum, þ.e. að allir öðlist sömu réttindi óháð kyni, aldri, kynþætti eða trú og að hver starfsmaður sé metinn út frá hæfni, reynslu og menntun.
Jöfn laun
Bæði kynin skulu því hafa jafnan rétt til þess að sækja um þau störf sem í boði eru. Kerfóðrun hefur alla tíð tryggt að karlar og konur hafi jöfn laun fyrir sömu störf.