Um okkur
Kerfóðrun ehf. var stofnað árið 1991
Stofnendur félagsins voru allir fyrrverandi starfsmenn í kersmiðju Ísal og voru þeir allir með langan starfsferil þar. Félagið hefur frá stofnun séð um viðgerðir, fóðrun og kerskipti rafgreiningakera fyrir Ísal. Kerfóðrun hefur einnig tekið að sér verkefni fyrir önnur álver í Evrópu. Starfsmenn félagsins eru sérhæfðir í meðhöndlun hitaþolinna steypuefna, álsuðu, viðgerða og fóðrun á rafgreiningakerum.
Daníel Baldursson
Daníel Baldursson
Framkvæmdastjóri
Sími: 847-8021
Netfang: kerfodrun@simnet.is
Karl Þórarinn Marinósson
Karl Þórarinn Marinósson
Verkstjóri
Sími: 8926869
Netfang: karlm@riotinto.com
Finnbogi Þór Árnason
Finnbogi Þór Árnason
Verkstjóri
Sími: 8646989
Netfang: finnbogi@kerfodrun.is
Sandra Baldursdóttir
Sandra Baldursdóttir
Launafulltrúi
Sími: 6950502
Netfang: sandra@kerfodrun.is
Starfsmanna stefna
Kerfóðrun ehf. hefur sett sér eftirfarandi
markmið í starfsmannamálum:
• Að skapa starfsmönnum það starfsumhverfi að þeir geti veitt
viðskiptavinum góða og skilvirka þjónustu.
• Að auka þekkingu starfsmanna með námskeiðum og starfsþjálfun.
• Að veita starfsmannafélagi starfsmanna stuðning.
• Að starfsmenn hafa fullan aðgang að æðstu stjórnendum Kerfóðrunar
til að ræða persónuleg málefni eða málefni tengt starfi sínu.
• Að leggja áherslu á heiðarleika.
• Að tryggja jafnan rétt starfsmanna.
• Að mismuna ekki starfsmönnum varðandi ráðningar, þjálfun og kjör.
• Að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðan.
• Að uppfylla lög um jafna stöðu kynjanna.
• Hjá Kerfóðrun ehf. er kynferðisleg áreiti og einelti ekki liðinn.
Kjarasamningar
Kerfóðrun er með kjarasamning við Verkalýðsfélagið Hlíf, VM-félag vélstjóra og málmtæknimanna og félag iðn og tæknigreina. Samtök atvinnulísins eru með samningsumboðið fyrir hönd Kerfóðrunar.
Merki Kerfóðrun ehf.
Logo er hægt að ná í hér að neðan á Gif, Jpg, Png og Pdf