Starfsmannafélagið stóð fyrir golfmóti á Sveinskotsvelli Keilismanna. Þátttaka var mjög góð og var hópnum skipt upp í fjögur lið. Lið Daníels Einarssonar náði að knýja fram sigur á síðustu holunum og sýndu menn mjög góða takta. Á eftir fengu menn hressingu og góða máltíð að hætti Brynju í golfskálanum.
- 1046

Kerfóðrun og Hrif heilsuefling gerðu með sér samning um að Hríf tæki að sér bólusetningar og heilsufarsmælingar á starfsmönnum Kerfóðrunar ásamt námskeiðum í líkamsbeitingu og fyrstu hjálp. Gert er ráð fyrir að heilsufarsmælingar byrji á næsta ári. Hrif hefur séð um bólusetningar undanfarin ár hjá Kerfóðrun
Fyrsta áfanga í 5-S verkefni lauk um miðjan janúar, en verkefnið felst í því að skipuleggja vinnusvæðið og merkja svæðið upp þannig að hver hlutur hafi sinn ákveðna geymslustað og fylgt verður eftir að vinnusvæði verði haldið hreinu. Boðið var upp á tertur af þessu tilefni.